Stjörnur Brooklyn sáu um Indiana

James Harden var stigahæstur allra í leik Brooklyn og Indiana …
James Harden var stigahæstur allra í leik Brooklyn og Indiana í nótt. AFP

James Harden og Kevin Durant voru stigahæstir í liði Brooklyn Nets þegar liðið vann góðan 105:98 sigur á Indiana Pacers í NBA-deildinni í körfuknattleik í nótt.

Harden skoraði 29 stig og Durant 22 stig, en sá síðarnefndi náði einnig tvöfaldri tvennu er hann tók 11 fráköst. LaMarcus Aldridge kom einnig sterkur af varamannabekknum og skoraði 21 stig.

Torrey Craig var atkvæðamestur Indiana-manna þegar hann náði tvöfaldri tvennu; skoraði 28 stig og tók 11 fráköst.

Sex aðrir leikir fóru fram í NBA-deildinni í nótt. LA Lakers vann Cleveland Cavaliers 113:101. Nánar má lesa um þann leik hér:

Öll úrslit næturinnar:

Brooklyn – Indiana 105:98

LA Lakers – Cleveland 113:101

Toronto – Orlando 110:109

Miami – Charlotte 114:99

New Orleans – Sacramento 109:113

Denver – Dallas 106:75

Portland – LA Clippers 111:92

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert