Njarðvík tryggði sér í kvöld sæti í átta liða úrslitum VÍS-bikars kvenna í körfubolta með öruggum 87:44-útisigri á Skallagrími í Borgarnesi í kvöld.
Njarðvík var með 42:22-forskot í hálfleik og reyndist seinni hálfleikurinn formsatriði fyrir Njarðvíkinga.
Diane Oumou skoraði 26 stig og tók 10 fráköst fyrir Njarðvík og Aliyah Collier skoraði 18 stig. Nikola Nedoroscikova skoraði 11 stig fyrir Skallagrím.