Breiðablik er komið í átta liða úrslit VÍS-bikars kvenna í körfubolta eftir 111:53-stórsigur á heimavelli gegn Tindastóli. Breiðablik leikur í efstu deild og Tindastóll í 1. deild.
Breiðablik var með yfirhöndina frá fyrstu mínútu og var staðan í hálfleik 64:27. Breiðablik hélt áfram að bæta í forskotið en forystan varð mest 66 stig.
Anna Soffía Lárusdóttir skoraði 26 stig fyrir Breiðablik og Telma Lind Ásgeirsdóttir gerði 21 stig. Madison Sutton skoraði 22 stig og tók 17 fráköst fyrir Tindastól.
Smárinn, Bikarkeppni kvenna, 31. október 2021.
Gangur leiksins:: 11:6, 19:8, 26:10, 30:13, 30:18, 39:20, 51:24, 64:27, 72:27, 80:31, 87:33, 96:35, 98:40, 106:40, 108:47, 111:53.
Breiðablik: Anna Soffía Lárusdóttir 26/7 fráköst, Telma Lind Ásgeirsdóttir 21/4 fráköst/7 stolnir, Iva Georgieva 18, Chelsey Moriah Shumpert 17/9 fráköst/11 stolnir, Þórdís Jóna Kristjánsdóttir 15/5 fráköst, Birgit Ósk Snorradóttir 4, Eyrún Ósk Alfreðsdóttir 4/6 fráköst, Selma Guðmundsdóttir 3, Selma Pedersen Kjartansdóttir 2, Anna Lóa Óskarsdóttir 1.
Fráköst: 29 í vörn, 12 í sókn.
Tindastóll: Madison Anne Sutton 22/17 fráköst, Eva Rún Dagsdóttir 14/7 fráköst, Anna Karen Hjartardóttir 6/5 fráköst, Fanney María Stefánsdóttir 4/4 fráköst, Klara Sólveig Björgvinsdóttir 4, Kristín Halla Eiríksdóttir 3.
Fráköst: 24 í vörn, 12 í sókn.
Dómarar: Stefán Kristinsson, Þórlindur Kjartansson.
Áhorfendur: 32