Grindvíkingar sterkari en Höttur

Ólafur Ólafsson átti fínan leik fyrir Grindavík.
Ólafur Ólafsson átti fínan leik fyrir Grindavík. mbl.is/Haraldur Jónasson / Hari

Grindavík varð síðasta liðið í kvöld til að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum VÍS-bikars karla í körfubolta. Grindavík tryggði sér farseðilinn í næstu umferð með 86:74-sigri á Hetti á heimavelli.

Staðan eftir jafnan fyrri hálfleik var 43:41, Grindavík í vil, en gulklæddir heimamenn voru sterkari í seinni hálfleik og unnu verðskuldaðan sigur.

Ivan Aurrecoechea átti góðan leik fyrir Grindavík, eins og oft áður í vetur, og skoraði 21 stig og tók 13 fráköst. Ólafur Ólafsson bætti við 15 stigum. Timothy Guers skoraði 28 stig fyrir Hött.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert