Martin öflugur í vondu tapi

Martin Hermannsson í leik með Valencia á síðasta ári.
Martin Hermannsson í leik með Valencia á síðasta ári. Ljósmynd/@YarisahaBasket

Martin Hermannsson var enn á ný á meðal stigahæstu leikmanna Valencia þegar liðið þurfti að sætta sig við naumt tap, 81:84, gegn botnliði Real Betis í spænsku A-deildinni í körfuknattleik karla í dag.

Martin skoraði 16 stig og var næststigahæstur á eftir samherja sínum frá Slóveníu, Klemen Prepelic, sem skoraði 21 stig.

Martin tók einnig þrjú fráköst og gaf þrjár stoðsendingar fyrir liðsfélaga sína.

Um var að ræða fyrsta sigur Real Betis í deildinni á tímabilinu, þar sem liðið vermir enn botninn eftir að hafa tapað fyrstu sex leikjum sínum.

Valencia er á meðan í 7. sæti eftir að hafa unnið fjóra leiki og tapað þremur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert