Meistararnir unnu úrvalsdeildarslaginn

Haukar eru ríkjandi bikarmeistarar.
Haukar eru ríkjandi bikarmeistarar. mbl.is/Arnþór Birkisson

Haukar eru komnir áfram í átta liða úrslit VÍS-bikars kvenna í körfubolta eftir 77:59-sigur á Grindavík í úrvalsdeildarslag á Ásvöllum í kvöld.

Haukar lögðu grunninn að sigrinum með góðum fyrri hálfleik en staðan að honum loknum var 42:31. Haukar náðu mest 19 stiga forskoti í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur.

Sólrún Inga Gísladóttir og Bríet Sif Hinriksdóttir skoruðu 17 stig hvor fyrir Hauka. Robbi Ryan gerði 20 stig fyrir Grindavík.

ÍR er sömuleiðis komið í átta liða úrslit eftir sigur á Aþenu á heimavelli, 74:65, í 1. deildarslag. ÍR var með 35:24-forystu í hálfleik og tókst Aþenu ekki að jafna í seinni hálfleik.

Danielle Reinwald fór á kostum hjá ÍR og skoraði 24 stig og tók 21 frákast. Bergþóra Holton Tómasdóttir skoraði 25 stig fyrir Aþenu.

Haukar - Grindavík 77:59

Ásvellir, Bikarkeppni kvenna, 31. október 2021.

Gangur leiksins:: 9:0, 11:7, 15:12, 21:17, 30:24, 34:26, 38:26, 42:31, 45:34, 50:40, 51:44, 59:47, 63:49, 70:51, 75:56, 77:59.

Haukar: Sólrún Inga Gísladóttir 17/4 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 17/4 fráköst, Eva Margrét Kristjánsdóttir 11/6 fráköst, Lovísa Björt Henningsdóttir 11, Tinna Guðrún Alexandersdóttir 8/5 fráköst, Haiden Denise Palmer 7/13 fráköst, Elísabeth Ýr Ægisdóttir 4/5 fráköst, Rósa Björk Pétursdóttir 2/4 fráköst.

Fráköst: 33 í vörn, 11 í sókn.

Grindavík: Robbi Ryan 20/8 fráköst/5 stoðsendingar/5 stolnir, Hulda Björk Ólafsdóttir 11/4 fráköst, Natalía Jenný Lucic Jónsdóttir 7/5 fráköst, Edyta Ewa Falenzcyk 7/7 fráköst, Jenný Geirdal Kjartansdóttir 6/5 fráköst, Hekla Eik Nökkvadóttir 4/5 fráköst, Thea Ólafía Lucic Jónsdóttir 3, Arna Sif Elíasdóttir 1/6 fráköst.

Fráköst: 26 í vörn, 16 í sókn.

Dómarar: Aðalsteinn Hjartarson, Birgir Örn Hjörvarsson, Ingi Björn Jónsson.

Áhorfendur: 78

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert