Snæfell sló KR út

Rebekka Rán Karlsdóttir (t.v.) skoraði 20 stig fyrir Snæfell í …
Rebekka Rán Karlsdóttir (t.v.) skoraði 20 stig fyrir Snæfell í dag. mbl.is/Hari

Snæfell hafði betur gegn KR þegar liðin mættust í Stykkishólmi í 16-liða úrslitum VÍS-bikars kvenna í körfuknattleik í dag.

Heimakonur í Snæfelli byrjuðu betur, hittu afar vel og voru með átta stiga forystu að loknum fyrsta leikhluta, 24:16.

KR lagaði aðeins stöðuna en Snæfell var með sex stiga forystu í leikhléi, 42:36.

Í síðari hálfleik mættu gestirnir úr Vesturbænum áræðnir til leiks og náðu að minnka muninn í aðeins eitt stig, 55:54, fyrir fjórða og síðasta leikhluta.

Eftir æsispennandi fjórða leikhluta, þar sem KR náði meðal annars að jafna metin í 67:67, reyndust heimakonur hlutskarpari í blálokin og sigldu að lokum góðum sex stiga sigri í höfn, 79:73.

Snæfell er þar með komið áfram í fjórðungsúrslit bikarkeppninnar, en bæði þessi lið leika í 1. deild.

Angelique Robinson náði tvöfaldri tvennu og var stigahæst í leiknum þegar hún skoraði 27 stig fyrir KR og tók 14 fráköst að auki.

Stigahæst heimakvenna var Rebekka Rán Karlsdóttir með 20 stig.

Snæfell - KR 79:73

Stykkishólmur, Bikarkeppni kvenna, 31. október 2021.

Gangur leiksins:: 4:2, 9:8, 20:9, 24:16, 27:24, 34:27, 38:33, 42:36, 42:36, 44:44, 51:45, 55:54, 59:58, 63:63, 67:67, 79:73.

Snæfell: Rebekka Rán Karlsdóttir 20/4 fráköst, Sianni Amari Martin 20/7 fráköst/5 stoðsendingar, Gunnhildur Gunnarsdóttir 18/14 fráköst/8 stoðsendingar, Preslava Radoslavova Koleva 13/9 fráköst, Minea Ann-Kristin Takala 8/8 fráköst.

Fráköst: 32 í vörn, 10 í sókn.

KR: Angelique Michelle Robinson 27/14 fráköst, Fanney Ragnarsdóttir 14, Hulda Ósk Bergsteinsdóttir 13/7 fráköst, Fjóla Gerður Gunnarsdóttir 7/6 fráköst, Þóra Birna Ingvarsdóttir 5, Perla Jóhannsdóttir 4/4 fráköst, Ragnhildur Arna Kristinsdóttir 3.

Fráköst: 30 í vörn, 4 í sókn.

Dómarar: Aðalsteinn Hrafnkelsson, Bjarni Rúnar Lárusson.

Áhorfendur: 55

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert