Snæfell hafði betur gegn KR þegar liðin mættust í Stykkishólmi í 16-liða úrslitum VÍS-bikars kvenna í körfuknattleik í dag.
Heimakonur í Snæfelli byrjuðu betur, hittu afar vel og voru með átta stiga forystu að loknum fyrsta leikhluta, 24:16.
KR lagaði aðeins stöðuna en Snæfell var með sex stiga forystu í leikhléi, 42:36.
Í síðari hálfleik mættu gestirnir úr Vesturbænum áræðnir til leiks og náðu að minnka muninn í aðeins eitt stig, 55:54, fyrir fjórða og síðasta leikhluta.
Eftir æsispennandi fjórða leikhluta, þar sem KR náði meðal annars að jafna metin í 67:67, reyndust heimakonur hlutskarpari í blálokin og sigldu að lokum góðum sex stiga sigri í höfn, 79:73.
Snæfell er þar með komið áfram í fjórðungsúrslit bikarkeppninnar, en bæði þessi lið leika í 1. deild.
Angelique Robinson náði tvöfaldri tvennu og var stigahæst í leiknum þegar hún skoraði 27 stig fyrir KR og tók 14 fráköst að auki.
Stigahæst heimakvenna var Rebekka Rán Karlsdóttir með 20 stig.
Stykkishólmur, Bikarkeppni kvenna, 31. október 2021.
Gangur leiksins:: 4:2, 9:8, 20:9, 24:16, 27:24, 34:27, 38:33, 42:36, 42:36, 44:44, 51:45, 55:54, 59:58, 63:63, 67:67, 79:73.
Snæfell: Rebekka Rán Karlsdóttir 20/4 fráköst, Sianni Amari Martin 20/7 fráköst/5 stoðsendingar, Gunnhildur Gunnarsdóttir 18/14 fráköst/8 stoðsendingar, Preslava Radoslavova Koleva 13/9 fráköst, Minea Ann-Kristin Takala 8/8 fráköst.
Fráköst: 32 í vörn, 10 í sókn.
KR: Angelique Michelle Robinson 27/14 fráköst, Fanney Ragnarsdóttir 14, Hulda Ósk Bergsteinsdóttir 13/7 fráköst, Fjóla Gerður Gunnarsdóttir 7/6 fráköst, Þóra Birna Ingvarsdóttir 5, Perla Jóhannsdóttir 4/4 fráköst, Ragnhildur Arna Kristinsdóttir 3.
Fráköst: 30 í vörn, 4 í sókn.
Dómarar: Aðalsteinn Hrafnkelsson, Bjarni Rúnar Lárusson.
Áhorfendur: 55