Stjarnan áfram eftir æsispennu

Shawn Hopkins skoraði átta stig fyrir Stjörnuna.
Shawn Hopkins skoraði átta stig fyrir Stjörnuna. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Stjarnan tryggði sér sæti í átta liða úrslitum VÍS-bikars karla í körfubolta með naumum 79:78-útisigri á Tindastóli í kvöld.

Robert Turner kom Stjörnunni í 79:74 þegar rúmar tvær mínútur voru eftir til leiksloka. Þrátt fyrir að Stjarnan hafi ekki skorað fleiri stig, hélt liðið út og fór áfram.  

Stjarnan var yfir nánast allan leikinn og náði mest 16 stiga forskoti. Tindastóll kom með sterkt áhlaup í fjórða og síðasta leikhlutanum, en að lokum dugði það ekki til.

Áðurnefndur Turner var stigahæstur hjá Stjörnunni með 20 stig og 10 fráköst og Hilmar Smári Henningsson gerði 19 stig. Taiwo Badmus skoraði 23 stig fyrir Tindastól.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert