Valur tryggði sér sæti í átta liða úrslitum VÍS-bikars karla í körfubolta með 78:68-útisigri á Breiðabliki í 16-liða úrslitunum í dag.
Staðan eftir kaflaskiptan fyrri hálfleik var 40:37 en Valur lagði grunninn að sigrinum með góðum þriðja leikhluta, en staðan eftir hann var 62:49. Breiðablik vann fjórða og síðasta leikhlutann með þremur stigum en það dugði ekki til.
Kári Jónsson skoraði 21 stig fyrir Val og Kristófer Acox gerði 17. Samuel Prescott skoraði 19 stig fyrir Breiðablik.