Sakir Smith og Sigvaldi Eggertsson fóru á kostum fyrir ÍR þegar liðið vann öruggan sigur gegn Þór frá Akureyri í sextán liða úrslitum bikarkeppni karla í körfuknattleik, VÍS-bikarnum, í Höllinni á Akureyri í kvöld.
Leiknum lauk með 102:89-sigri ÍR en Smith skoraði 26 stig í leiknum og gaf átta stoðsendingar á meðan Sigvaldi skoraði 26 stig og tók sjö fráköst.
ÍR-ingar voru með yfirhöndina í leiknum framan af og leiddu með níu stigum í hálfleik, 50:41. Þórsara minnkuðu forskot ÍR í átta stig í þriðja leikhluta.
ÍR-ingar voru mun sterkari í fjórða leikhluta, náðu 78:54-forskoti þegar átta mínútur voru til leiksloka og létu forystuna aldrei af hendi eftir það.
Tomas Zdanavicius skoraði 22 stig fyrir ÍR en Atle Ndiaye var stigahæstur Þórsara með 26 stig.
ÍR verður því í pottinum þegar dregið verður í fjórðungsúrslitin á morgun ásamt Njarðvík, Val, Grindavík og Stjörnunni.
Gangur leiksins:: 8:7, 15:20, 22:27, 27:32, 29:34, 32:42, 37:48, 41:50, 43:59, 49:64, 57:67, 61:69, 65:78, 71:78, 76:88, 89:102.
Þór Ak.: Atle Bouna Black Ndiaye 26/5 fráköst, Dúi Þór Jónsson 16/7 fráköst/6 stoðsendingar, Ragnar Ágústsson 14/10 fráköst, Eric Etienne Fongue 12, Kolbeinn Fannar Gislason 11/5 fráköst, Baldur Örn Jóhannesson 10/4 fráköst.
Fráköst: 23 í vörn, 11 í sókn.
ÍR: Shakir Marwan Smith 26/5 fráköst/8 stoðsendingar, Sigvaldi Eggertsson 26/7 fráköst, Tomas Zdanavicius 22/7 fráköst, Breki Gylfason 11, Róbert Sigurðsson 6/9 stoðsendingar, Frank Gerritsen 4/4 fráköst, Benoný Svanur Sigurðsson 4/8 fráköst/3 varin skot, Sæþór Elmar Kristjánsson 3.
Fráköst: 30 í vörn, 9 í sókn.
Dómarar: Ísak Ernir Kristinsson, Bjarki Þór Davíðsson, Sigurbaldur Frimannsson.
Áhorfendur: 150