José Medina skoraði 25 stig fyrir Hauka þegar liðið sló Vestra úr leik í sextán liða úrslitum bikarkeppni karla í körfuknattleik, VÍS-bikarnum, á Ísafirði í kvöld.
Leiknum lauk með 80:75-sigri Hauka sem leika í 1. deild karla en Vestri er nýliði í úrvalsdeildinni í ár.
Vestri leiddi með einu stigi eftir fyrsta leikhluta, 17:16, en Haukar skoruðu 28 stig gegn 14 stigum Vestra í öðrum leikhluta og Hafnfirðingar leiddu 44:31 í hálfleik.
Munurinn á liðunum var 18 stig eftir þriðja leikhluta, 67:49, Haukum í vil, og Vestra tókst ekki að vinna upp forskot Hafnfirðinga í fjórða leikhluta.
Jeremy Smith skoraði 21 stig fyrir Hauka og Shemar Bute skoraði 13 stig og tók ellefu fráköst. Hjá Vestra var Julio Afonso stigahæstur með 21 stig.
Haukar verða því í pottinum þegar dregið verður í fjórðungsúrslitin á morgun ásamt ÍR, Njarðvík, Val, Stjörnunni og Grindavík.
Gangur leiksins:: 0:7, 4:9, 11:11, 17:16, 17:27, 23:30, 26:37, 31:44, 34:48, 39:54, 43:62, 49:67, 55:67, 60:67, 62:69, 75:80.
Vestri: Julio Calver De Assis Afonso 21/5 fráköst, Marko Jurica 15, Nemanja Knezevic 13/7 fráköst, Ken-Jah Bosley 12/10 stoðsendingar, Rubiera Rapaso Alejandro 7, Hugi Hallgrimsson 5, Hilmir Hallgrímsson 2/6 fráköst.
Fráköst: 19 í vörn, 4 í sókn.
Haukar: Jose Medina Aldana 25/6 fráköst/8 stoðsendingar, Jeremy Herbert Smith 21/7 fráköst, Shemar Deion Bute 13/11 fráköst/3 varin skot, Orri Gunnarsson 10, Finnur Atli Magnússon 8/4 fráköst, Alex Rafn Guðlaugsson 3.
Fráköst: 22 í vörn, 8 í sókn.
Dómarar: Aðalsteinn Hjartarson, Friðrik Árnason.
Áhorfendur: 200