Meistararnir í Tampa Bay Buccaneers fengu á sig 36 stig gegn New Orleans Saints og töpuðu 36:27 í NFL-deildinni í ameríska fótboltanum í gærkvöldi.
Hefur Tampa þá tapað tveimur leikjum á tímabilinu en er eitt þeirra liða sem hafa byrjað best í deildinni. Er liðið með sex sigra eftir átta leiki.
Sama má segja um Tennessee Titans sem vann Indianapolis Colts á útivelli 34:31 eftir framlengan leik.
Arizona Cardinals, Green Bay Packers og LA Rams eru með sjö sigra eftir átta leiki og með bestan árangur til þessa. Gamla veldið Dallas Cowboys á leik til góða en hefur einnig aðeins tapað einum af fyrstu sjö. Dallas vann Minnesota Vikings í nótt 20:16 á útivelli.