Meistararnir unnu Suðurlandsslaginn

Daniel Mortensen var stigahæstur Þórsara með 25 stig.
Daniel Mortensen var stigahæstur Þórsara með 25 stig. mbl.is/Unnur Karen

Daniel Mortensen skoraði 25 stig fyrir Íslandsmeistara Þórs frá Þorlákshöfn þegar liðið vann öruggan sigur gegn Selfossi í sextán liða úrslitum bikarkeppni karla í körfuknattleik, VÍS-bikarnum, í Vallaskóla á Selfossi í kvöld.

Leiknum lauk með 111:86-sigri Þórsara sem voru 23 stigum yfir í hálfleik, 63:40.

Þórsarar tóku öll völd á vellinum strax í fyrsta leikhluta en getumunur liðanna var mikill enda leika Selfyssingar í 1. deildinni i á meðan Þórsarar eru ríkjandi Íslandsmeistarar.

Glynn Watson skoraði 17 stig og tók tíu fráköst, sem og Tómas Valur Þrastarson sem skoraði 17 stig. Tevon Evans var stigahæstur Selfyssinga með 19 stig.

Þórsarar verða því í pottinum þegar dregið verður í fjórðungsúrslitin á morgun ásamt Haukum, ÍR, Njarðvík, Val, Stjörnunni og Grindavík.

Gangur leiksins:: 2:7, 7:16, 15:24, 20:32, 25:40, 30:42, 34:53, 40:63, 45:72, 49:81, 52:93, 57:97, 61:101, 72:104, 77:106, 86:111.

Selfoss: Gasper Rojko 20/10 fráköst, Trevon Lawayne Evans 19/8 stoðsendingar, Birkir Hrafn Eyþórsson 10/4 fráköst, Þorgrímur Starri Halldórsson 10/7 fráköst, Styrmir Jónasson 8, Óli Gunnar Gestsson 6/4 fráköst, Arnar Geir Líndal 6, Sigmar Jóhann Bjarnason 5/4 fráköst, Vito Smojer 2.

Fráköst: 24 í vörn, 11 í sókn.

Þór Þ.: Daniel Mortensen 25, Glynn Watson 17/6 fráköst/10 stoðsendingar, Tómas Valur Þrastarson 17/5 fráköst, Ísak Júlíus Perdue 12, Luciano Nicolas Massarelli 12/7 stoðsendingar, Ronaldas Rutkauskas 8/9 fráköst, Davíð Arnar Ágústsson 7, Ragnar Örn Bragason 6, Emil Karel Einarsson 5, Sæmundur Þór Guðveigsson 2.

Fráköst: 23 í vörn, 10 í sókn.

Dómarar: Birgir Örn Hjörvarsson, Stefán Kristinsson.

Áhorfendur: 105

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert