Sextán liða úrslitunum í VÍS-bikarkeppni karla í körfuknattleik lýkur í kvöld með fjórum leikjum.
Tvö af sigursælustu liðum landsins Keflavík og KR mætast í stórleik í Keflavík klukkan 19:30.
Nágrannaslagur verður á Suðurlandinu þegar Selfyssingar frá Íslandsmeistarana úr Þorlákshöfn í heimsókn klukkan 19:15.
Einn leikur verður á Norðurlandi þegar Þór tekur á móti ÍR á Akureyri klukkan 18 og einn á Vestfjörðum þar sem Vestri og 1. deildarlið Hauka mætast.