Gott gengi Chicago Bulls heldur áfram

DeMar DeRozan og Jayson Tatum í leiknum í nótt.
DeMar DeRozan og Jayson Tatum í leiknum í nótt. AFP

Chicago Bulls er að lifna við eftir mögur ár í NBA-deildinni í körfuknattleik og hefur unnið sex af fyrstu sjö leikjunum á þessu keppnistímabili. 

Chicago vann í nótt gamalkunnan andstæðing á austurströndinni þegar það heimsótti Boston. Chicago vann Boston Celtics 128:114 eftir góðan lokakafla en Boston var yfir um tíma í síðari hálfleik. 

DeMar DeRozan virðist ætla að reynast Chicago vel og skoraði 37 stig í leiknum og Zach LaVine var með 26 stig. 

Þetta var hins vegar þriðja tap Boston í röð sem hefur aðeins unnið tvo af fyrstu sjö leikjunum. Jaylen Brown skoraði 28 stig fyrir Boston.

Svi Mykhailiuk og Kemba Walker í leiknum í New York.
Svi Mykhailiuk og Kemba Walker í leiknum í New York. AFP

Það hægðist aðeins á New York Knicks í nótt þegar liðið tók á móti Toronto Raptors í Madison Square Garden og tapaði 104:133. New York var með jafn góðan árangur og Chicago fram að þessu en hefur unnið fimm af fyrstu sjö. Toronto hefur unnið fimm af fyrstu átta leikjunum og fjóra leiki í röð. 

OG Anunoby skoraði 36 stig fyrir Toronto og RJ Barrett skoraði 27 stig. 

Úrslit: 

Charlotte - Cleveland 110:113

Indiana - San Antonio 131:118

Philadelphia - Portland 113:103

Atlanta - Washington 118:111

Boston - Chicago 114:128 

New York - Toronto 104:113

Memphis - Denver 106:97

Minnesota - Orlando 97:115

LA Clippers - Oklahoma 99:94

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert