Portúgalska liðinu Sporting frá Lissabon tókst að halda Elvari Má Friðrikssyni í Evrópubikarnum í körfuknattleik í dag.
Sporting tók á móti Antwerp frá Belgíu í Portúgal og vann öruggan sigur 77:53. Elvar hefur verið mjög atkvæðamikill í flestum leikjum belgíska liðsins á tímabilinu. Að þessu sinni lét hann þrjú stig nægja, tvö fráköst og eina stoðsendingu.
Liðin leika í F-riðli keppninnar og er riðillinn mjög jafn. Sporting og Antwerp eru bæði með 7 stig eftir fjóra leiki en Ionikos og Mons-Hainaut eru með 5 stig hvor.