Fjölnir skellti Íslandsmeisturunum

Ameryst Alston og Emma Sóldís Hjördísardóttir í leiknum í kvöld.
Ameryst Alston og Emma Sóldís Hjördísardóttir í leiknum í kvöld. mbl.is/Unnur Karen

Fjölnir vann Íslandsmeistara Vals 84:74 eftir framlengdan leik í Subway-deild kvenna í körfuknattleik á Hlíðarenda í kvöld. 

Staðan var 66:66 að loknum venjulegum leiktíma eftir að Iva Bosnjak hafði sett niður þriggja stiga skot fyrir Fjölni og jafnað þegar nokkrar sekúndur voru eftir. 

Í framlengingunni héldu Fjölniskonum engin bönd og þær skoruðu nánast að vild og tryggðu sér stigin tvö. 

Bosnjak skoraði alls 14 stig fyrir Fjölni og hitti úr fjórum af sex þriggja stiga skotum. Sanja Orozovic var stigahæst með 22 stig og var mjög mikilvæg í framlengingunni. 

Ameryst Alston sýndi góð tilþrif hjá Val og skoraði 31 stig en gaf einnig sjö stoðsendingar. Dagbjört Dögg Karlsdóttir skoraði 16 stig. 

Valur - Fjölnir 74:84

Origo-höllin, Subway deild kvenna, 03. nóvember 2021.

Gangur leiksins:: 3:4, 7:11, 11:11, 13:15, 17:22, 26:26, 31:31, 35:38, 37:40, 41:44, 44:46, 51:46, 55:52, 62:53, 64:59, 66:66, 69:77, 74:84.

Valur: Ameryst Alston 31/7 fráköst/7 stoðsendingar, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 16/4 fráköst, Sara Líf Boama 9/5 fráköst, Hallveig Jónsdóttir 7/8 fráköst, Ásta Júlía Grímsdóttir 6/16 fráköst, Eydís Eva Þórisdóttir 5.

Fráköst: 32 í vörn, 9 í sókn.

Fjölnir: Sanja Orozovic 22/14 fráköst/5 stoðsendingar, Dagný Lísa Davíðsdóttir 18/8 fráköst/4 varin skot, Aliyah Daija Mazyck 18/5 fráköst/5 stoðsendingar/5 stolnir, Iva Bosnjak 14/9 fráköst/3 varin skot, Emma Sóldís Svan Hjördísardóttir 12.

Fráköst: 35 í vörn, 4 í sókn.

Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Bjarni Hlíðkvist Kristmarsson, Sigurbaldur Frimannsson.

Áhorfendur: 75

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert