Haukar skoruðu 33 stig í Frakklandi

Lovísa Björt Henningsdóttir var stigahæst Hauka með 9 stig.
Lovísa Björt Henningsdóttir var stigahæst Hauka með 9 stig. mbl.is/Kristinn Magnússon

Haukar töpuðu stórt þegar liðið heimsótti Villeneuve D'Ascq í L-riðli Evrópubikars kvenna í körfuknattleik í Villeneuve í Frakklandi kvöld.

Leiknum lauk með 82:33-sigri Villeneuve en Lovísa Henningsdóttir var stigahæst í liði Hauka með 9 stig og eitt frákast.

Haiden Palmer skoraði 6 stig, tók sex fráköst og gaf þrjár stoðsendingar og Briana Gray skoraði fimm stig og tók fimm fráköst.

Haukar eru í neðsta sæti L-riðils með 4 stig eftir fjóra leiki, stigi minna en Brno sem er með 5 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert