Njarðvík hafði betur gegn Keflavík 77:70 þegar nágrannarnir í Reykjanesbæ mættust í toppslag í Ljónagryfjunni í kvöld í Subway-deild kvenna í körfuknattleik.
Njarðvík var yfir 40:39 að loknum fyrri hálfleik. Leikurinn var í járnum lengst af en Njarðvíkingar náðu nokkurra stiga mun á lokakaflanum og gátu landað sigrinum nokkuð örugglega.
Njarðvík er með 12 stig í efsta sæti deildarinnar og er tveimur stigum á undan Keflavík. Aliyah Collier skoraði 27 stig fyrir Njarðvík og tók 16 fráköst. Daniela Morillo skoraði 23 stig fyrir Keflavík.
Grindavík vann öruggan sigur á botnliði Skallagríms 88:61 en Grindavík er með fjögur stig. Hulda Björk Ólafsdóttir var stigahæst hjá Grindavík með 20 stig en Embla Kristínardóttir skoraði einnig 20 stig fyrir Skallagrím.
Ljónagryfjan, Subway deild kvenna, 03. nóvember 2021.
Gangur leiksins:: 8:2, 8:10, 12:14, 18:16, 23:20, 27:29, 33:33, 40:35, 42:42, 51:42, 55:47, 57:51, 59:56, 65:60, 70:62, 77:70.
Njarðvík: Aliyah A'taeya Collier 27/16 fráköst/5 stoðsendingar, Diane Diéné Oumou 19/9 fráköst, Lavína Joao Gomes De Silva 14/12 fráköst/5 stoðsendingar, Kamilla Sól Viktorsdóttir 8, Eva María Lúðvíksdóttir 5, Vilborg Jonsdottir 2/6 fráköst, Helena Rafnsdóttir 2/4 fráköst.
Fráköst: 35 í vörn, 16 í sókn.
Keflavík: Daniela Wallen Morillo 23/14 fráköst, Anna Ingunn Svansdóttir 20, Tunde Kilin 15, Ólöf Rún Óladóttir 4, Eygló Kristín Óskarsdóttir 4/4 fráköst, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 4.
Fráköst: 20 í vörn, 5 í sókn.
Dómarar: Aðalsteinn Hjartarson, Jakob Árni Ísleifsson, Ingi Björn Jónsson.
Áhorfendur: 167
HS Orku-höllin, Subway deild kvenna, 03. nóvember 2021.
Gangur leiksins:: 0:2, 7:2, 14:6, 19:10, 23:17, 32:22, 38:26, 46:30, 47:35, 52:40, 59:44, 65:46, 67:51, 77:55, 83:55, 88:61.
Grindavík: Hulda Björk Ólafsdóttir 20/8 fráköst, Robbi Ryan 16/8 fráköst/7 stoðsendingar, Jenný Geirdal Kjartansdóttir 15/9 fráköst, Anna Margrét Lucic Jónsdóttir 12/5 fráköst, Edyta Ewa Falenzcyk 9/6 fráköst, Thea Ólafía Lucic Jónsdóttir 8/7 fráköst, Natalía Jenný Lucic Jónsdóttir 4/4 fráköst/5 stoðsendingar, Hekla Eik Nökkvadóttir 3, Arna Sif Elíasdóttir 1.
Fráköst: 36 í vörn, 15 í sókn.
Skallagrímur: Embla Kristínardóttir 20/8 fráköst, Nikola Nedoro