Njarðvík á toppnum eftir sigur í grannaslagnum

Aliyah A'taeya Collier skoraði 27 stig.
Aliyah A'taeya Collier skoraði 27 stig. mbl.is/Óttar Geirsson

Njarðvík hafði betur gegn Keflavík 77:70 þegar nágrannarnir í Reykjanesbæ mættust í toppslag í Ljónagryfjunni í kvöld í Subway-deild kvenna í körfuknattleik. 

Njarðvík var yfir 40:39 að loknum fyrri hálfleik. Leikurinn var í járnum lengst af en Njarðvíkingar náðu nokkurra stiga mun á lokakaflanum og gátu landað sigrinum nokkuð örugglega. 

Njarðvík er með 12 stig í efsta sæti deildarinnar og er tveimur stigum á undan Keflavík. Aliyah Collier skoraði 27 stig fyrir Njarðvík og tók 16 fráköst. Daniela Morillo skoraði 23 stig fyrir Keflavík. 

Grindavík vann öruggan sigur á botnliði Skallagríms 88:61 en Grindavík er með fjögur stig. Hulda Björk Ólafsdóttir var stigahæst hjá Grindavík með 20 stig en Embla Kristínardóttir skoraði einnig 20 stig fyrir Skallagrím. 

Njarðvík - Keflavík 77:70

Ljónagryfjan, Subway deild kvenna, 03. nóvember 2021.

Gangur leiksins:: 8:2, 8:10, 12:14, 18:16, 23:20, 27:29, 33:33, 40:35, 42:42, 51:42, 55:47, 57:51, 59:56, 65:60, 70:62, 77:70.

Njarðvík: Aliyah A'taeya Collier 27/16 fráköst/5 stoðsendingar, Diane Diéné Oumou 19/9 fráköst, Lavína Joao Gomes De Silva 14/12 fráköst/5 stoðsendingar, Kamilla Sól Viktorsdóttir 8, Eva María Lúðvíksdóttir 5, Vilborg Jonsdottir 2/6 fráköst, Helena Rafnsdóttir 2/4 fráköst.

Fráköst: 35 í vörn, 16 í sókn.

Keflavík: Daniela Wallen Morillo 23/14 fráköst, Anna Ingunn Svansdóttir 20, Tunde Kilin 15, Ólöf Rún Óladóttir 4, Eygló Kristín Óskarsdóttir 4/4 fráköst, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 4.

Fráköst: 20 í vörn, 5 í sókn.

Dómarar: Aðalsteinn Hjartarson, Jakob Árni Ísleifsson, Ingi Björn Jónsson.

Áhorfendur: 167

Grindavík - Skallagrímur 88:61

HS Orku-höllin, Subway deild kvenna, 03. nóvember 2021.

Gangur leiksins:: 0:2, 7:2, 14:6, 19:10, 23:17, 32:22, 38:26, 46:30, 47:35, 52:40, 59:44, 65:46, 67:51, 77:55, 83:55, 88:61.

Grindavík: Hulda Björk Ólafsdóttir 20/8 fráköst, Robbi Ryan 16/8 fráköst/7 stoðsendingar, Jenný Geirdal Kjartansdóttir 15/9 fráköst, Anna Margrét Lucic Jónsdóttir 12/5 fráköst, Edyta Ewa Falenzcyk 9/6 fráköst, Thea Ólafía Lucic Jónsdóttir 8/7 fráköst, Natalía Jenný Lucic Jónsdóttir 4/4 fráköst/5 stoðsendingar, Hekla Eik Nökkvadóttir 3, Arna Sif Elíasdóttir 1.

Fráköst: 36 í vörn, 15 í sókn.

Skallagrímur: Embla Kristínardóttir 20/8 fráköst, Nikola Nedoro

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert