Falcon er í efsta sæti dönsku úrvalsdeildar kvenna í körfuknattleik sem fyrr eftir sigur Aabyhöj á útivelli í kvöld 66:56.
Landsliðskonan Þóra Kristín Jónsdóttir átti mjög góðan leik fyrir toppliðið. Var hún stigahæst með 18 stig en tók einnig sex fráköst og gaf eina stoðsendingu.
Falcon hefur unnið alla leiki sína til þessa í deildinni.