Frestað í Hafnarfirði eftir smit

Leik Hauka og Álftaness hefur verið frestað.
Leik Hauka og Álftaness hefur verið frestað. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Leik Hauka og Álftaness í 1. deild karla í körfubolta hefur verið frestað eftir að kórónuveirusmit greindist hjá leikmanni Álftaness.

Leikurinn, sem átti að fara fram annað kvöld, hefur ekki fengið nýja dagsetningu.

„Leik Hauka og Álftaness í 1. deild karla, sem leika átti föstudaginn 5. nóvember hefur verið frestað vegna COVID-19 smits í leikmannahópi Álftaness.

Umrætt smit setur allan leikmannahóp Álftaness í sóttkví, svo ekki var leikfært. Nýr leiktími verður settur á um leið og hægt er,“ segir í yfirlýsingu frá Haukum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert