Góð frammistaða Martins dugði ekki til

Martin Hermannsson.
Martin Hermannsson. mbl.is/Kristinn Magnússon

Martin Hermannsson var næststigahæstur hjá Valencia sem þurfti að sætta sig við eins stigs tap 89:90 gegn Gran Canaria á heimavelli í Evrópubikarnum í körfuknattleik í gærkvöld. 

Skoraði Martin 15 stig fyrir Valencia en gaf einnig þrjár stoðsendingar og varði þrjú skot þótt bakvörður sé. 

Valencia er í B-riðli keppninnar og gengur ekki of vel enn sem komið er. Liðið er í 6. sæti af tíu liðum. 

Tryggvi Snær Hlinason kom mikið við sögu í spennuleik Zaragoza og Avtodor Saratov frá Rússlandi í Evrópubikar FIBA. Rússarnir unnu 92:86 eftir framlengdan leik en Tryggvi spilaði í hálftíma fyrir Zaragoza. Skoraði hann 6 stig, tók 6 fráköst og varði þrjú skot. 

Zaragoza hefur unnið einn af fyrstu fjórum leikjunum í keppninni og er í 3. sæti í D-riðli.

Tryggvi Snær Hlinason.
Tryggvi Snær Hlinason. Ljósmynd/FIBA
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert