ÍR vann sinn fyrsta sigur á leiktíðinni í Subway-deild karla í körfubolta er liðið vann Þór frá Akureyri örugglega, 86:61, á heimavelli sínum. Þór er í botnsætinu, enn án stiga.
ÍR-ingar lögðu grunninn að sigrinum með sterkum fyrri hálfleik en staðan eftir hann var 57:33. Þórsurum tókst ekki að saxa á forskotið í seinni hálfleik og Breiðhyltingar fögnuðu langþráðum sigri.
Sigvaldi Eggertsson lék afar vel með ÍR og skoraði 25 stig. Á eftir honum kom Tomas Zdanavicius með 13 stig og 10 fráköst. Dúi Þór Jónsson var stigahæstur hjá Þór með 12 stig og Atle Ndiaye gerði 11.