ÍR-ingar unnu botnslaginn

Collin Pryor skýtur að körfu Þórs í kvöld. Atle Ndiaye …
Collin Pryor skýtur að körfu Þórs í kvöld. Atle Ndiaye er til varnar. mbl.is/Kristinn Magnússon

ÍR vann sinn fyrsta sigur á leiktíðinni í Subway-deild karla í körfubolta er liðið vann Þór frá Akureyri örugglega, 86:61, á heimavelli sínum. Þór er í botnsætinu, enn án stiga.

ÍR-ingar lögðu grunninn að sigrinum með sterkum fyrri hálfleik en staðan eftir hann var 57:33. Þórsurum tókst ekki að saxa á forskotið í seinni hálfleik og Breiðhyltingar fögnuðu langþráðum sigri.

Sigvaldi Eggertsson lék afar vel með ÍR og skoraði 25 stig. Á eftir honum kom Tomas Zdanavicius með 13 stig og 10 fráköst. Dúi Þór Jónsson var stigahæstur hjá Þór með 12 stig og Atle Ndiaye gerði 11.

Þórsarinn Baldur Örn Jóhannesson með boltann í kvöld. Frank Gerritsen …
Þórsarinn Baldur Örn Jóhannesson með boltann í kvöld. Frank Gerritsen er til varnar. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert