Kevin Durant í miklu stuði

Kevin Durant og De'Andre Hunter voru atkvæðamestir hjá Brooklyn og …
Kevin Durant og De'Andre Hunter voru atkvæðamestir hjá Brooklyn og Atlanta. AFP

Kevin Durant var í miklu stuði í nótt þegar ofurlið Brooklyn Nets vann Atlanta Hawks 117:108 í New York í NBA-körfuboltanum.

Durant skoraði 32 stig fyrir Brooklyn en á ýmsu hefur gengið hjá honum í upphafi tímabilsins. Frammistaðan Brooklyn í nótt var traustvekjandi en liðið setti niður tuttugu og tvo þrista. Hittni liðsins var 45% fyrir utan 3-stiga línuna. De'Andre Hunter skoraði 26 stig fyrir Atlanta. 

Góð byrjun Philadelphia 76ers heldur áfram og hefur liðið unnið sex af fyrstu átta leikjunum þótt liðið sé án Ben Simmons. Philadelphia vann Chicago Bulls, sem einnig hefur byrjað vel, 103:98 í nótt. Seth Curry var stigahæstur með 22 stig en en DeMar DeRozan skoraði 37 stig fyrir Chicago. 

Úrslit: 

Cleveland - Portland 107:104
Indiana - New York 111:109
Orlando - Boston 79:92
Philadelphia - Chicago 103:98
Washington - Toronto 100:109
Brooklyn - Atlanta 117:108
Memphis - Denver 108:106
Minnesota - LA Clippers 115:126
San Antonio - Dallas 108:109
Golden State - Charlotte 114:92
Sacramento - New Orleans 112:99

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert