KR vann sinn þriðja sigur á leiktíðinni í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld er liðið lagði nýliða Vestra að velli á útivelli, 87:75.
Vestri fór betur af stað og vann fyrsta leikhlutann 22:17. KR svaraði í öðrum leikhluta og var staðan í hálfleik 42:36, KR í vil. KR-ingar héldu frumkvæðinu í seinni hálfleik og unnu að lokum tólf stiga sigur.
Þórir Guðmundur Þorbjarnarson skoraði 17 stig fyrir KR og tók 16 fráköst. Shawn Glover bætti við 15 stigum. Julio Claver skoraði 19 stig fyrir Vestra og Ken-Jah Bosley gerði 16.
KR er með sex stig, eins og Tindastóll, Þór frá Þorlákshöfn og Valur. Vestri er með tvö stig, tveimur stigum á undan botnliði Þórs frá Akureyri.