Sterkur útisigur Vals í Garðabæ

Valsmaðurinn Pablo Pertone sækir að David Gabrovsek úr Stjörnunni í …
Valsmaðurinn Pablo Pertone sækir að David Gabrovsek úr Stjörnunni í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

Valur vann í kvöld sterkan 91:79-útisigur á Stjörnunni í Subway-deild karla í körfubolta.

Valsmenn voru með 46:42 forskot í hálfleik og með 27:12-sigri í þriðja leikhluta var ljóst í hvað stefndi. Stjarnan kom með áhlaup í lokaleikhlutanum en forskoti Valsmanna var ekki ógnað að ráði.

Kristófer Acox var stigahæstur hjá Val með 25 stig og hann tók einnig tíu fráköst. Callum Lawson bætti við 24 stigum og Pablo Bertone 16. David Gabrovsek skoraði 21 stig og tók 10 fráköst fyrir Stjörnuna og Robert Turner skoraði 20 stig.

Með sigrinum fóru Valsmenn upp í sjötta sæti, þar sem liðið er með sex stig. Stjarnan er í sjöunda sæti með fjögur stig.

Stjörnumaðurinn Hilmar Smári Henningsson stingur sér á milli Hjálmars Stefánssonar …
Stjörnumaðurinn Hilmar Smári Henningsson stingur sér á milli Hjálmars Stefánssonar og Kára Jónssonar. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert