Þórsarar unnu stórleikinn

Þórsarar höfðu betur gegn Keflavík í stórleik.
Þórsarar höfðu betur gegn Keflavík í stórleik. mbl.is/Kristinn Magnússon

Íslandsmeistarar Þórs frá Þorlákshöfn urðu í kvöld fyrsta liðið til að vinna Keflavík í Subway-deild karla í körfubolta á leiktíðinni. Þór kom þá í heimsókn í Blue-höllina og fagnaði 89:80-sigri.

Þórsarar byrjuðu mun betur og var staðan eftir fyrsta leikhlutann 29:18 og staðan í hálfleik 50:41, Þór í vil. Munurinn var tíu stig fyrir fjórða og síðasta leikhlutann, 72:62.

Keflvíkingar komu af krafti inn í fjórða leikhlutann og komust yfir þegar þrjár mínútur voru eftir, 80:79. Þórsarar voru hinsvegar sterkari á lokakaflanum og unnu að lokum níu stiga sigur.

Glynn Watson var stigahæstur hjá Þór með 28 stig og Luciano Massarelli gerði 22 stig. David Okeke skoraði 21 stig fyrir Keflavík. Bæði lið eru með fjóra sigra og eitt tap, eins og Grindavík.

Keflavík - Þór Þ. 80:89

Blue-höllin, Subway deild karla, 04. nóvember 2021.

Gangur leiksins:: 4:4, 9:13, 14:19, 18:29, 24:31, 30:39, 36:45, 41:50, 45:59, 53:64, 56:70, 62:72, 69:75, 76:78, 80:81, 80:89.

Keflavík: David Okeke 21/7 fráköst, Calvin Burks Jr. 15, Valur Orri Valsson 9, Hörður Axel Vilhjálmsson 8/7 fráköst/9 stoðsendingar, Jaka Brodnik 7, Magnús Pétursson 5, Ágúst Orrason 5, Arnór Sveinsson 4/4 fráköst, Dominykas Milka 4/4 fráköst, Halldór Garðar Hermannsson 2.

Fráköst: 21 í vörn, 12 í sókn.

Þór Þ.: Glynn Watson 28/7 fráköst/6 stoðsendingar, Luciano Nicolas Massarelli 22/6 fráköst/7 stoðsendingar, Daniel Mortensen 15/6 fráköst, Ronaldas Rutkauskas 13/9 fráköst, Tómas Valur Þrastarson 5, Davíð Arnar Ágústsson 3/4 fráköst, Emil Karel Einarsson 3.

Fráköst: 25 í vörn, 7 í sókn.

Dómarar: Aðalsteinn Hjartarson, Jakob Árni Ísleifsson, Bjarki Þór Davíðsson.

Áhorfendur: 324

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert