Baldur Þór Ragnarsson þjálfari Tindastóls var nokkuð kátur með að hafa landað sigri í Njarðvík í kvöld þegar hans menn mættu í heimsókn í Subway-deild karla.
Baldur sagði að tapleikir sitji svo lengi í honum sér í lagi þegar myrkrið er skollið á að sigur sé ansi kærkomin.
Baldur var sammála blaðamanni þegar hann sagði að varnarleikur liðsins hafi vegið þungt þegar til loka leiks var blásið.
Baldur sagðist hafa undirbúið sína menn vel líkt og fyrir aðra leiki og farið vel yfir sóknarleik Njarðvíkinga. Baldur bætti við að stundum væri sett upp plan sem virkaði og stundum ekki. Þetta kvöldið virkaði planið.