Helgi Rafn Viggósson, leikmaður karlaliðs Tindastóls í körfuknattleik, verður ekki með liðinu á næstunni vegna meiðsla.
Helgi Rafn varð fyrir því óláni að fingurbrotna á æfingu með liðinu í vikunni og er því ekki á leikskýrslu í Njarðvík í kvöld, þar sem Stólarnir eru í heimsókn.
Búist er við því að Helgi Rafn verði frá næstu vikurnar vegna brotsins.