Sara öflug í naumum sigri

Sara Rún Hinriksdóttir í leik með íslenska landsliðinu fyrr á …
Sara Rún Hinriksdóttir í leik með íslenska landsliðinu fyrr á árinu. Ljósmynd/FIBA

Landsliðskonan Sara Rún Hinriksdóttir átti góðan leik þegar lið hennar Phoenix Constanta vann Targu Mures, 62:58, eftir framlengdan leik í rúmensku úrvalsdeildinni í körfuknattleik kvenna í dag.

Sara Rún skoraði 11 stig, tók fjögur fráköst og gaf fjórar stoðsendingar á þeim rúmu 36 mínútum sem hún lék fyrir Phoenix í leik dagsins.

Var hún jafnstigahæst Phoenix-kvenna í leiknum en langstigahæstar í leiknum voru þær Ruth Sherrill með 24 stig og Dalishia Griffin, báðar úr röðum Targu.

Phoenix er eftir sigurinn í 4. sæti deildarinnar að sex leikjum loknum, en 13 lið skipa hana.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert