Tryggvi frábær í sigri

Tryggvi Snær Hlinason átti frábæran leik í dag.
Tryggvi Snær Hlinason átti frábæran leik í dag. Ljósmynd/Fiba Europe

Zaragoza sigraði Real Betis 82:72 í spænsku ACB-deildinni í körfubolta í dag. Tryggvi Snær Hlinason átti frábæran leik fyrir Zaragoza en hann skoraði 11 stig og tók 6 fráköst á einungis 13 mínútum. Var hann á meðal stigahæstu manna liðsins en tveir leikmenn skoruðu 12 stig. Þess má geta að 5 af 6 fráköstum Tryggva voru sóknarfráköst.

Zaragoza eru í 10. sæti deildarinnar með átta stig eftir níu leiki.

Jón Axel Guðmundsson.
Jón Axel Guðmundsson. Ljósmynd/FIBA

Á Ítalíu sigraði Fortitudo Bologna lið Treviso 83:70 í A-deildinni í körfubolta. Jón Axel Guðmundsson skoraði 3 stig fyrir Bologna ásamt því að taka 6 fráköst og gefa 3 stoðsendingar. 

Bologna eru í 14. sæti deildarinnar með fjögur stig eftir sjö leiki, en þetta var einungis annar sigur liðsins á tímabilinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert