Sautján ára leysir Helenu af hólmi

Emma Sóldís Svan Hjördísardóttir, til vinstri, er í hópnum.
Emma Sóldís Svan Hjördísardóttir, til vinstri, er í hópnum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Emma Sóldís Svan Hjördísardóttir hefur verið kölluð inn í íslenska landsliðshópinn sem mætir Rúmeníu í undankeppni EM 2023 í körfuknattleik í Búkarest í Rúmeníu á fimmtudaginn.

Emma Sóldís, sem leikur með Fjölni í Grafarvogi, kemur inn í hópinn fyrir Helenu Sverrisdóttur sem er að glíma við meiðsli.

Alls eru fjórir nýliðar í hópnum sem mæta Rúmeníu, þær Dagný Lísa Davíðsdóttir, Elísabet Ýr Ægisdóttir, Anna Ingunn Svansdóttir og Emma Sóldís.

Landsliðshópur Íslands:

Anna Ingunn Svansdóttir · Keflavík (Nýliði)
Ásta Júlía Grímsdóttir · Valur (2)
Bríet Sif Hinriksdóttir · Haukar (6)
Dagbjört Dögg Karlsdóttir · Valur (8)
Dagný Lísa Davíðsdóttir · Fjölnir (Nýliði)
Embla Kristínardóttir · Skallagrímur (21)
Emma Sóldís Svan Hjördísardóttir · Fjölnir (Nýliði)
Elísabeth Ýr Ægisdóttir · Haukar (Nýliði)
Hallveig Jónsdóttir · Valur (25)
Lovísa Björt Henningsdóttir · Haukar (6)
Sara Rún Hinriksdóttir · Phoenix Constanta, Rúmenía (23)
Þóra Kristín Jónsdóttir · AKS Falcon, Danmörk (21)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert