Körfuknattleiksdeild Þórs á Akureyri hefur samið við tvo öfluga leikmenn fyrir átökin framundan. Þetta tilkynnti félagið á heimasíðu sinni í dag.
Bandaríski framherjinn Reggie Keely skrifaði undir samning sem gildir út tímabilið en hann er 204 sentímetrar sem lék í Slóveníu á síðustu leiktíð.
Þá er svissneski bakvörðurinn Jeremy Landenbergue genginn til liðs við Akureyringa en hann er 191 sentímetrar að hæð.
Akureyringar hafa ekki farið vel af stað í úrvalsdeildinni, Subway-deildinni, en liðið er án stiga í neðsta sæti deildarinnar eftir fyrstu fimm umferðirnar.