Gekk af göflunum í Bandaríkjunum

Stephen Curry skoraði 50 stig í nótt.
Stephen Curry skoraði 50 stig í nótt. AFP

Stephen Curry átti sannkallaðan stórleik fyrir Golden State Warriors þegar liðið vann sinn níunda leik á tímabilinu gegn Atlanta Hawks í San Francisco í nótt.

Leiknum lauk með 127:113-sigri Golde State en Curry gerði sér lítið fyrir og skoraði 50 stig, ásamt því að gefa tíu stoðsendingar.

Curry hitti úr 9 af 19 þriggja stiga skotum sínum og þá hitti hann úr öllum þrettán vítum sínum í leiknum.

Golden State er í efsta sæti vesturdeildarinnar með níu sigra og eitt tap eftir fyrstu tíu leiki sína.

Þá skoraði Anthony Davis 32 stig fyrir Los Angeles þegar liðið vann 126:123-sigur gegn Charlotte Hornets í Los Angeles í framlengdum leik.

Kevin Durant skoraði 38 stig fyrir Brooklyn Nets þegar sigurhrinu liðsins lauk gegn Chicago Bulls í Chicago en leiknum lauk með 118:95-sigri Chicago. Fyrir leik næturinnar hafði Brooklyn unnið fimm leiki í röð.

Úrslit næturinnar í NBA:

Philadelphia 96:103 New York
Chicago 118:95 Brooklyn 
Memphis 125:118 Minnesota
Dallas 108:92 New Orleans
Denver 113:96 Miami
Golden State 127:113 Atlanta
Sacramento 104:109 Phoenix
LA Lakers 126:123 Charlotte 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert