„Of margir sem hittu illa“

Hilmar Smári Henningsson úr Stjörnunni sækir að körfu KR í …
Hilmar Smári Henningsson úr Stjörnunni sækir að körfu KR í leiknum í kvöld. mbl.is/Unnur Karen

Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, var fámáll eftir 98:90 tap gegn KR á Meistaravöllum í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Leikurinn fór alla leið í framlengingu og að lokum voru það heimamenn sem höfðu betur.

„Þetta er mjög svekkjandi. Við erum með leikinn í okkar höndum en missum hann frá okkur í lokin, því miður.“

KR-ingar byrjuðu betur en þegar leið á tók Stjarnan völdin á vellinum og leiddi nánast allan seinni hálfleikinn.

„Við lendum í vandræðum með Shawn [Glover]. Það losnar um hann við náum ekki að leysa það.“
Arnar Guðjónsson í leik gegn Þór á Akureyri.
Arnar Guðjónsson í leik gegn Þór á Akureyri. Ljósmynd/Þórir Tryggvason
Robert Turner átti stórkostlegan leik fyrir Stjörnuna en hann gerði 36 stig. Tómas Þórður Hilmarsson var með 17 stig en aðrir minna. Arnar segir sína menn einfaldlega ekki hafa hitt nægilega vel.
„Það voru bara of margir sem hittu illa. Ég veit ekki hvernig skotnýtingin okkar endaði en hún var ekki góð í dag.“
Arnar var rekinn út úr húsi fyrir viðbrögð sín eftir að villa var dæmd á David Gabrovsek leikmann Stjörnunnar fyrir brot á Brynjari Þór Björnssyni.
„Ég stíg víst yfir línuna og inn á völlinn.“
Hvernig fannst Arnari frammistaða dómaranna annars í leiknum?
„Heilt yfir fín.“
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert