Zaragoza varð að sætta sig við 78:84-tap á útivelli gegn Joventut Badalona í efstu deild Spánar í körfubolta í kvöld.
Þrátt fyrir tapið átti Tryggvi Snær Hlinason fínan leik fyrir Zaragoza. Miðherjinn stóri og stæðilegi skoraði átta stig og tók auk þess sjö fráköst á rétt rúmlega 20 mínútum.
Zaragoza hefur átt erfitt uppdráttar síðustu vikur og tapað fimm af síðustu sex leikjum sínum í öllum keppnum. Liðið er í 11. sæti af 18 liðum í deildinni með fjóra sigra og sex töp.