Haukar eru efstir ásamt Hetti í 1. deild karla í körfuknattleik, þeirri næstefstu, en Hafnfirðingar fóru létt með nágranna sína af Álftanesi í kvöld.
Leikið var á Ásvöllum og unnu Haukar 107:78. Haukar eru með 14 stig eftir átta leiki en Höttur er einnig með 14 stig og hafa leikið sjö leiki. Þessi lið féllu úr efstu deild fyrr á árinu og virðast líkleg til að komast upp aftur. Álftanes er í 4. sæti með 10 stig.
Ásvellir, 1. deild karla, 15. nóvember 2021.
Gangur leiksins:: 7:4, 10:9, 14:12, 22:13, 32:15, 37:19, 44:23, 52:27, 62:34, 68:42, 72:47, 78:53, 83:58, 93:64, 103:70, 107:78.
Haukar: Jeremy Herbert Smith 24/6 fráköst, Orri Gunnarsson 22, Jose Medina Aldana 15/4 fráköst/7 stoðsendingar, Finnur Atli Magnússon 11/4 fráköst, Shemar Deion Bute 10/15 fráköst, Kristján Leifur Sverrisson 8/7 fráköst, Alex Rafn Guðlaugsson 6/4 fráköst, Ivar Alexander Barja 5, Emil Barja 4/7 fráköst/8 stoðsendingar, Gabríel Sindri Möller 2/4 fráköst.
Fráköst: 39 í vörn, 12 í sókn.
Álftanes: Cedrick Taylor Bowen 23, Friðrik Anton Jónsson 16/8 fráköst, Unnsteinn Rúnar Kárason 8, Eysteinn Bjarni Ævarsson 7/6 fráköst/5 stoðsendingar, Ragnar Jósef Ragnarsson 7, Kristján Örn Ómarsson 6/5 fráköst, Ingimundur Orri Jóhannsson 5, Steinar Snær Guðmundsson 3, Isaiah Coddon 3.
Fráköst: 20 í vörn, 8 í sókn.
Dómarar: Jakob Árni Ísleifsson, Georgia Olga Kristiansen.
Áhorfendur: 101