Chicago ekki í vandræðum með Lakers

DeMar DeRozan hefur leikið frábærlega með Chicago Bulls á tímabilinu.
DeMar DeRozan hefur leikið frábærlega með Chicago Bulls á tímabilinu. AFP

DeMar DeRozan fór á kostum í liði Chicago Bulls þegar liðið vann öruggan 121:103-sigur á LA Lakers í NBA-deildinni í körfuknattleik í nótt.

DeRozan skoraði 38 stig þar sem hann hitti úr 15 af 23 skotum sínum úr opnum leik og öllum sex vítaskotum sínum.

Samherjar hans Lonzo Ball og Zach LaVine léku sömuleiðis vel þar sem sá fyrrnefndi skoraði 27 stig og sá síðarnefndi 26 stig.

Talen Horton-Tucker var stigahæstur Lakers-manna með 28 stig og þar á eftir kom Russell Westbrook með 25 stig.

Chicago er eftir sigurinn búið að sigra tíu af fyrstu 14 leikjum sínum.

Washington Wizards og Phoenix Suns halda sömuleiðis góðu gengi sínu áfram.

Washington vann New Orleans Pelicans naumlega, 105:100, og Phoenix marði Minnesota Timberwolves, 99:96.

Bæði Washington og Phoenix hafa nú unnið fyrstu tíu leiki sína af 13 á tímabilinu.

Alls fóru 11 leikir fram í NBA-deildinni í nótt.

Öll úrslit næturinnar:

Chicago – LA Lakers 121:103

Washington – New Orleans 105:100

Minnesota – Phoenix 96:99

Cleveland – Boston 92:98

Detroit – Sacramento 107:129

Atlanta – Orlando 129:111

New York – Indiana 92:84

Dallas – Denver 111:101

Memphis – Houston 136:102

Oklahoma – Miami 90:103

Portland – Toronto 118:113

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert