Flísaðist úr ökklabeini

Isabella Ósk Sigurðardóttir með boltann í leik gegn Haukum á …
Isabella Ósk Sigurðardóttir með boltann í leik gegn Haukum á síðasta tímabili. mbl.is/Kristinn Magnússon

Isabella Ósk Sigurðardóttir, leikmaður Breiðabliks í körfuknattleik kvenna, er ekki enn byrjuð að æfa á ný vegna meiðsla sem hún varð fyrir í fyrsta leik tímabilsins gegn Fjölni í úrvalsdeild kvenna, Subway-deildinni.

Isabella Ósk sneri sig á ökkla í leiknum og leiddi myndataka síðar í ljós að það hafi flísast úr beini í ökklanum er hún sneri sig.

Fer hún í nánari skoðun á morgun og kemur þá í ljós hvenær hún muni geta hafið æfingar að nýju.

Isabella Ósk er lykilmaður Breiðabliks enda sérstaklega öflugur frákastari. Breiðablik hefur aðeins unnið einn af þeim fimm leikjum sem hún hefur misst af í deildinni á tímabilinu.

„Ljóst er að þetta [fjarvera Isabellu Óskar] hefur haft mikil áhrif á liðið og því er vonandi að niðurstaða skoðunar á miðvikudag verði jákvæð,“ sagði í tilkynningu frá körfuknattleiksdeild Breiðabliks.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert