Milwaukee að endurheimta lykilmann

Kris Middleton er að mæta aftur til leiks.
Kris Middleton er að mæta aftur til leiks. AFP

Milwaukee Bucks, sem leikur í NBA-deildinni í körfubolta í Bandaríkjunum, eru að endurheimta Kris Middleton sem hefur verið frá.

Middleton greindist með Covid-19 og hefur misst af síðustu átta leikjum liðsins vegna þess. Liðið var í vandræðum án hans en þeir unnu einungis þrjá leiki af þessum átta.

Middleton var ekki spurður hvort hann væri bólusettur en hann sagðist hafa haft áhyggjur þegar hann greindist.

„Ég stressaðist upp. Maður heyrir alls kyns sögur af fólki sem hefur fengið alvarleg einkenni og jafnvel lent á sjúkrahúsi. Ég og fjölskyldan mín erum mjög heppin að hafa sloppið við það.“

Middleton hefur skorað 20 stig að meðaltali í þeim sex leikjum sem hann hefur tekið þátt í það sem af er tímabili. Hann tók þátt í æfingu liðsins í gær og má gera ráð fyrir honum aftur á vellinum í nótt þegar Milwaukee tekur á móti Los Angeles Lakers.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert