Rúmlega tveggja ára fjarveru að ljúka

Klay Thompson.
Klay Thompson. AFP

Klay Thompson, leikmaður Golden State Warriors í NBA-deildinni í körfubolta nálgast endurkomu á völlinn.

Thompson hefur ekki spilað síðan í leik sex í úrslitaeinvíginu gegn Toronto Raptors í júní árið 2019. Hann sleit þá krossband og var frá allt 2019-2020 tímabilið. Í nóvember 2020 þurfti hann svo að fara í aðgerð eftir að hafa slitið hásin en nú virðist hann vera að ná fullri heilsu á ný.

Hann hefur fengið leyfi til að taka þátt í spili á æfingu en Steve Kerr, þjálfari liðsins segir að það þýði ekki að hann spili alveg strax. Eftir svona langa fjarveru taki tíma að koma sér aftur inn í hlutina og Thompson muni þurfa að halda áfram.

Hinn áreiðanlega Adrian Wojnarowski hjá ESPN sagði fyrir viku síðan að Thompson gæti stigið aftur inn á körfuboltavöllinn fyrir jól. Golden State hafa þó ekki enn gefið út hversu langt sé í hann svo það verður að koma í ljós.

Thompson sendi sjálfur skilaboð á samfélagsmiðlum til aðdáenda sinna þar sem hann sagði: „Þetta er allt að koma, verið þolinmóð gagnvart mér.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert