Tryggvi flottur í sigri

Tryggvi Snær Hlinason treður með íslenska landsliðinu.
Tryggvi Snær Hlinason treður með íslenska landsliðinu. Ljósmynd/Fiba Europe

Tryggvi Snær Hlinason, landsliðsmaður í körfubolta, átti flottan leik þegar lið hans, Zaragoza frá Spáni, sigraði Reggiana frá Ítalíu 82:77 í Evrópubikar FIBA í kvöld.

Á þeim rúmlega 15 mínútum sem Tryggvi lék í leiknum skoraði hann níu stig, tók sex fráköst, gaf eina stoðsendingu og varði tvö skot. 

Þrátt fyrir sigurinn er Zaragoza úr leik í keppninni en þeir enda í þriðja sæti D-riðils með átta stig. Saratov unnu riðilinn með 11 stig og Reggiana fara einnig upp úr honum með 10 stig í öðru sæti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert