ÍR vann í kvöld óvæntan en öruggan 107:85-sigur á KR á heimavelli í Subway-deild karla í körfubolta. Sigurinn var aðeins sá annar í röðinni hjá ÍR í vetur og er liðið komið með fjögur stig. KR-ingar eru áfram með átta stig í fimmta sæti.
ÍR-ingar byrjuðu betur og náðu snemma tíu stiga forskoti. KR-ingar réðu illa við Tomas Zdanavicius sem fór mjög vel af stað. Að lokum munaði átta stigum á liðunum eftir fyrsta leikhluta, 30:21.
KR minnkaði muninn í eitt stig um miðbik annars leikhluta en þá fóru ÍR-ingar á mikið skrið og komust 16 stigum yfir, 56:40. Urðu það hálfleikstölur og ÍR í góðum málum í leikhléi.
ÍR-ingar héldu áfram að gefa í framan af í seinni hálfleik og var staðan 74:52 þegar skammt var eftir af þriðja leikhluta. Staðan fyrir fjórða og síðasta leikhlutann var 83:59. KR lagaði stöðuna örlítið í fjórða leikhluta en ÍR-ingar fögnuðu sannfærandi sigri.
Sigvaldi Eggertsson skoraði 27 stig og tók 10 fráköst fyrir ÍR og Tomas Zdanavicius skoraði 19 stig. Shawn Glover skoraði 22 stig fyrir KR.
Gangur leiksins:: 8:5, 16:13, 21:18, 30:21, 32:27, 37:32, 41:38, 56:40, 62:48, 71:50, 77:55, 83:59, 86:63, 89:74, 99:81, 107:85.
ÍR: Sigvaldi Eggertsson 27/10 fráköst, Tomas Zdanavicius 19, Collin Anthony Pryor 18/11 fráköst/6 stoðsendingar, Shakir Marwan Smith 13/9 stoðsendingar/7 stolnir, Igor Maric 12/5 fráköst, Sæþór Elmar Kristjánsson 6, Róbert Sigurðsson 5/8 stoðsendingar, Alfonso Birgir Söruson Gomez 3, Breki Gylfason 2, Benoný Svanur Sigurðsson 2.
Fráköst: 23 í vörn, 14 í sókn.
KR: Shawn Derrick Glover 22/8 fráköst, Þorvaldur Orri Árnason 16/4 fráköst, Brynjar Þór Björnsson 14/5 stoðsendingar, Veigar Áki Hlynsson 13, Almar Orri Atlason 7, Þórir Guðmundur Þorbjarnarson 5/6 fráköst/10 stoðsendingar, Alexander Óðinn Knudsen 4, Björn Kristjánsson 4.
Fráköst: 22 í vörn, 3 í sókn.
Dómarar: Gunnlaugur Briem, Eggert Þór Aðalsteinsson, Raimis.
Áhorfendur: 124