Njarðvík batt enda á þriggja leikja taphrinu í Subway-deild karla í körfubolta með 110:105-sigri á Breiðabliki á heimavelli í kvöld. Njarðvík er nú með fjóra sigra og þrjú töp en Breiðablik aðeins með einn sigur og sex töp.
Njarðvík byrjar betur og var yfir framan af í 1. leikhluta. Með sjö stigum í röð komst Breiðablik hinsvegar yfir og var staðan eftir fyrsta leikhlutann 31:25, Breiðabliki í vil. Nýliðarnir héldu áfram að spila vel í öðrum leikhluta og munaði sjö stigum á liðunum í hálfleik eftir að Árni Elmar Hrafnsson skoraði þriggja stiga körfu í blálok annars leiktíma.
Njarðvíkingar voru miklu sterkari í þriðja leikhluta og unnu hann 30:17. Staðan fyrir lokaleikhlutann var því 86:80, Njarðvík í vil. Breiðabliki tókst að minnka muninn í tvö stig þegar ein mínúta var eftir en Njarðvíkingar héldu út og fögnuðu kærkomnum sigri.
Nicolas Richotti og Mario Matasovic skoruðu 23 stig hvor fyrir Njarðvík og sá síðarnefndi tók einnig 11 fráköst. Sinisa Bilic skoraði 21 stig fyrir Breiðablik.
Gangur leiksins:: 8:7, 17:12, 18:20, 25:31, 30:39, 41:42, 50:52, 56:63, 64:67, 75:70, 84:73, 86:80, 93:85, 100:91, 105:100, 110:105.
Njarðvík: Mario Matasovic 23/11 fráköst, Nicolas Richotti 23/5 fráköst/6 stoðsendingar, Fotios Lampropoulos 19/8 fráköst, Maciek Stanislav Baginski 16/4 fráköst, Veigar Páll Alexandersson 14/4 fráköst, Dedrick Deon Basile 12/5 fráköst/10 stoðsendingar, Ólafur Helgi Jónsson 3.
Fráköst: 27 í vörn, 13 í sókn.
Breiðablik: Sinisa Bilic 21/6 fráköst, Danero Thomas 18/8 fráköst, Árni Elmar Hrafnsson 18/5 fráköst/6 stoðsendingar, Everage Lee Richardson 16/4 fráköst/11 stoðsendingar, Samuel Prescott Jr. 11, Hilmar Pétursson 10, Sigurður Pétursson 6, Sveinbjörn Jóhannesson 5.
Fráköst: 25 í vörn, 6 í sókn.
Dómarar: Andrada Monika Csender, Davíð Tómas Tómasson.