Nýliðarnir skelltu toppliðinu

Vestri vann sterkan sigur á Grindavík.
Vestri vann sterkan sigur á Grindavík. mbl.is/Kristinn Magnússon

Nýliðar Vestra unnu í kvöld afar sterkan og óvæntan 86:71-heimasigur á Grindavík í Subway-deild karla í körfubolta.

Vestri byrjaði af krafti og vann fyrsta leikhlutann með átta stigum, 25:17. Grindavík sótti í sig veðrið í öðrum leikhluta og var staðan í hálfleik 40:36.

Sama þróun var á seinni hálfleiknum; Vestri var yfir nánast allan tímann en Grindavík ekki langt undan. Staðan fyrir lokaleikhlutann var 66:63, Vestra í vil.

Vestramenn voru mun sterkari í fjórða leikhlutanum og unnu hann 20:8 og leikinn í leiðinni 86:71. Vestri er nú með tvo sigra og fimm töp og Grindavík fimm sigra og tvö töp.

Nemanja Knezevic skoraði 21 stig og tók 14 fráköst fyrir Vestra og Julio Calver gerði 20 stig og tók 13 fráköst. Elbert Matthews gerði 19 fyrir Grindavík.

Gangur leiksins:: 7:2, 15:7, 23:15, 25:17, 33:19, 36:27, 38:29, 40:36, 44:42, 54:50, 62:60, 66:63, 67:67, 72:71, 78:71, 86:71.

Vestri: Nemanja Knezevic 21/14 fráköst, Julio Calver De Assis Afonso 20/13 fráköst/6 stoðsendingar, Marko Jurica 18, Ken-Jah Bosley 12, Hilmir Hallgrímsson 9/4 fráköst, Rubiera Rapaso Alejandro 5/7 stoðsendingar, Hugi Hallgrimsson 1.

Fráköst: 30 í vörn, 10 í sókn.

Grindavík: Elbert Clark Matthews 19/5 fráköst, Ivan Aurrecoechea Alcolado 18/14 fráköst, Naor Sharabani 14/10 fráköst/10 stoðsendingar, Kristinn Pálsson 9/8 fráköst, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 6/4 fráköst, Ólafur Ólafsson 5/5 fráköst.

Fráköst: 33 í vörn, 13 í sókn.

Dómarar: Johann Gudmundsson, Bjarki Þór Davíðsson, Sigurður Jónsson.

Áhorfendur: 50

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert