Stjarnan vann sinn þriðja sigur á leiktíðinni í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld er liðið sigraði Tindastól á heimavelli, 87:73.
Eftir frekar jafnan fyrri hálfleik stungu heimamenn af í seinni hálfleik og unnu að lokum sannfærandi sigur, en hálfleikstölur voru 46:44, Stjörnunni í vil.
Robert Turner skoraði 23 stig fyrir Stjörnuna og tók níu fráköst. Shawn Hopkins skoraði 16 og tók tíu fráköst. Sigtryggur Arnar Björnsson gerði 17 stig fyrir Tindastól og Thomas Kalmeba-Massamba 16.
Tindastóll er í fjórða sæti með tíu stig og Stjarnan í áttunda með sex.
Gangur leiksins:: 5:3, 7:10, 17:14, 31:20, 31:27, 39:29, 46:35, 46:44, 48:46, 50:46, 54:52, 62:54, 69:56, 77:62, 82:69, 87:73.
Stjarnan: Robert Eugene Turner III 23/9 fráköst, Shawn Dominique Hopkins 16/10 fráköst, David Gabrovsek 15/9 fráköst, Ragnar Agust Nathanaelsson 13/8 fráköst, Gunnar Ólafsson 9/4 fráköst/5 stoðsendingar, Hilmar Smári Henningsson 8, Tómas Þórður Hilmarsson 3.
Fráköst: 32 í vörn, 14 í sókn.
Tindastóll: Sigtryggur Arnar Björnsson 17, Thomas Kalmeba-Massamba 16/7 fráköst/6 stoðsendingar, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 14, Javon Anthony Bess 13/8 fráköst, Taiwo Hassan Badmus 8/4 fráköst, Axel Kárason 3, Pétur Rúnar Birgisson 2/5 fráköst/5 stoðsendingar.
Fráköst: 20 í vörn, 10 í sókn.
Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Aðalsteinn Hjartarson, Stefán Kristinsson.
Áhorfendur: 47