40 stig Curry í enn einum sigrinum

Steph Curry fór á kostum í nótt líkt og áður …
Steph Curry fór á kostum í nótt líkt og áður á tímabilinu. AFP

Ekkert fær Steph Curry stöðvað í NBA-deildinni í körfuknattleik. Í nótt skoraði hann 40 stig í 104:89 sigri Golden State Warriors gegn Cleveland Cavaliers.

Sigrar Golden State, besta liðs deildarinnar á tímabilinu, eru því orðnir 13 í fyrstu 15 leikjunum.

Miami Heat, sem hefur einnig gengið vel á tímabilinu, vann góðan 112:97 sigur á Washington Wizards.

Þar skoraði Jimmy Butler 32 stig fyrir Miami Heat.

Bradley Beal var stigahæstur Washington-manna með 30 stig.

Sex leikir fóru fram í NBA-deildinni í nótt.

Öll úrslit næturinnar:

Cleveland – Golden State 89:104

Miami – Washington 112:97

Memphis – LA Clippers 120:108

Minnesota – San Antonio 115:90

Denver – Philadelphia 89:103

Utah – Toronto 119:103

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert