Íslandsmeistararnir í Þór frá Þorlákshöfn unnu stórsigur gegn Þór frá Akureyri í Subway-deild karla í körfuknattleik í Þorlákshöfn í kvöld 110:81.
Akureyriingar höfðu þó þriggja stiga forskot að loknum fyrsta leikhluta en að loknum fyrri hálfleik var staðan 53:50 fyrir heimamenn.
Í þriðja leikhluta skildu leiðir og meistararnir lönduðu sigrinum af miklu öryggi í síðasta leikhlutanum.
Þór Þorlákshöfn er með 12 stig eftir sjö leiki og hefur liðið unnið sex deildarleiki í röð. Liðið er í efsta sæti sem stendur en Akureyringar eru á botninum án stiga.
Glynn Watson skoraði 24 stig fyrir Þór Þ. og gaf 12 stoðsendingar. Atle Ndiaye var stigahæstur hjá Þór Ak. með 25 stig.
Icelandic Glacial höllin, Subway deild karla, 19. nóvember 2021.
Gangur leiksins:: 2:8, 6:18, 16:21, 24:27, 28:37, 43:42, 49:45, 53:50, 64:50, 74:53, 81:60, 89:67, 93:67, 104:71, 108:75, 110:81.
Þór Þ.: Glynn Watson 24/5 fráköst/12 stoðsendingar, Daniel Mortensen 21/8 fráköst, Davíð Arnar Ágústsson 16, Luciano Nicolas Massarelli 11/5 fráköst/7 stoðsendingar, Ragnar Örn Bragason 9/5 fráköst, Tómas Valur Þrastarson 9, Ronaldas Rutkauskas 8/21 fráköst, Emil Karel Einarsson 7/4 fráköst, Ísak Júlíus Perdue 3, Jónas Bjarki Reynisson 2.
Fráköst: 30 í vörn, 21 í sókn.
Þór Ak.: Atle Bouna Black Ndiaye 25/7 fráköst, Jérémy Jean Bernard Landenbergue 17/5 fráköst, Dúi Þór Jónsson 16/7 stoðsendingar, Eric Etienne Fongue 9/4 fráköst, Ragnar Ágústsson 7/5 fráköst, Baldur Örn Jóhannesson 5, Hlynur Freyr Einarsson 2.
Fráköst: 23 í vörn, 3 í sókn.
Dómarar: Ísak Ernir Kristinsson, Jakob Árni Ísleifsson, Bjarni Hlíðkvist Kristmarsson.
Áhorfendur: 100