Treyja þýska snillingsins fer upp í rjáfur

Dirk Nowitzki var stórkostlegur körfuboltamaður.
Dirk Nowitzki var stórkostlegur körfuboltamaður. AFP

Dallas Mavericks, sem leikur í NBA-deildinni í körfubolta, hefur tilkynnt það að treyja Þjóðverjans Dirk Nowitzki verði send upp í rjáfur í janúar.

Nowitzki, sem lék í treyju númer 41, á metið yfir flest stig, leiki, byrjaða leiki, mínútur, fráköst, þriggja stiga körfur, vítaskot og varin skot í sögu Dallas. Hann er eini leikmaðurinn í sögu deildarinnar til að spila 21 tímabil með sama liðinu. 

Hann hefur 14 sinnum verið valinn í stjörnuleikinn og er sjötti stigahæsti leikmaður deildarinnar frá upphafi, ásamt því að vera stigahæsti útlendingurinn.

Gert er ráð fyrir því að athöfnin muni fara fram þann 5. janúar næst komandi en þá fær Dallas Golden State Warriors í heimsókn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert