Fyrsti þjálfarinn hefur verið látinn taka pokann sinn í NBA-deildinni í körfuknattleik á þessu keppnistímabili.
Sacramento Kings ákvað að segja Luke Walton upp störfum eftir sautján leiki á tímabilinu en liðið hefur unnið sex þeirra.
Walton hefur verið hjá félaginu í rúm tvö ár en fyrstu tvö keppnistímabilin tapaði liðið fleiri leikjum en það vann undir hans stjórn.
Walton þjálfaði áður Los Angeles Lakers og stýrði einnig Golden State Warriors um tíma þegar Steve Kerr fór í veikindaleyfi.
Luke er sonur Bill Walton sem varð NBA-meistari sem leikmaður Portland Trail Blazers og Boston Celtics.